Sérblað um Ásbrú fylgir Víkurfréttum í dag
Sérblað um Ásbrú fylgir Víkurfréttum í dag. Blaðið er átta síður og þar er fjallað um það sem er að gerast á Ásbrú um þessar mundir. Í blaðinu eru viðtöl við Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóra Keilis. Þá er hús tekið á frumkvöðlum og fyrirtækjum á Ásbrú. Þá er kynning á opnum degi á Ásbrú sem fer fram á morgun. Þar verður sannkölluð karnivalstemmning í kvikmyndaverinu á Ásbrú. Í Keili verður hins vegar rólegri stemmning og námskynningar og fyrirlestur frá NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna.
Hér má nálgast blaðið um Ásbrú á pdf-sniði.