Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar í aðalhlutverki í jólakveðju Nato
Miðvikudagur 16. desember 2020 kl. 17:26

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar í aðalhlutverki í jólakveðju Nato

Liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar og eitt af vélmennunum sveitarinnar eru í aðalhlutverki í bráðskemmtilegri jólakveðju Atlantshafsbandalagsins sem tekin var upp hér á landi.

 Sveitin hefur um árabil tekið þátt í friðargæslu- og mannúðarverkefnum undir merkjum Atlantshafsbandalagsins, meðal annars með þjálfun annarra sprengjusérfræðinga í sprengjueyðingu á átakasvæðum. Þá sér sveitin um Northern Challenge sem er alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga og er haldin hér á landi árlega. Atlantshafsbandalagið er bakhjarl æfingarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024