Séra Erla sótti ein um stöðu sóknarprests
Sr. Erla Guðmundsdóttir, prestur í Keflavíkurkirkju, sótti ein um stöðu sóknarprests í Keflavíkurprestakalli en frestur til að sækja um embættin rann út 27. mars sl.
Átta umsækjendur eru um embætti prests í Keflavíkurprestakalli.
Umsækjendur um embætti prests eru:
Cand. theol. Arnaldur Máni Finnsson
Mag. theol. Dís Gylfadóttir
Séra Erla Guðmundsdóttir
Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson
Mag. theol. Hildur Björk Hörpudóttir
Mag. theol. María Rut Baldursdóttir
Cand. theol. María Gunnarsdóttir
Mag. theol. Viðar Stefánsson
Frestur til að sækja um embættin rann út 27. mars síðastliðinn. Almenn prestskosning fer fram um embætti sóknarprests í prestakallinu.
Biskup Íslands skipar í embætti prests að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts.