Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sér fyrir endann á veru Orlik í Njarðvíkurhöfn
Togaranum Orlik hefur nú verið komið fyrir innan hafnarinnar í Njarðvík þar sem undirbúningur fyrir förgun skipsins er unnin. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 3. september 2019 kl. 09:43

Sér fyrir endann á veru Orlik í Njarðvíkurhöfn

Stjórn Reykjaneshafnar lýsir yfir ánægju sinni með að nú sjái fyrir endann á veru togarans Orlik í Njarðvíkurhöfn og þeim vandamálum sem honum fylgja. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar hafnarinnar frá síðasta fimmtudegi.

Á fundinum fóru lögmaður hafnarinnar og hafnarstjóri yfir drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar annars vegar og Hringrásar hf. hins vegar er tengist undirbúningsvinnu Hringrásar hf. við togarann Orlik áður en hann verður færður til niðurrifs á starfssvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Jafnfram fóru þeir yfir verk- og tímaáætlun vegna þeirrar framkvæmdar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Togaranum Orlik hefur nú verið komið fyrir innan hafnarinnar í Njarðvík þar sem undirbúningur fyrir förgun skipsins er unnin. Fjarlægja þarf mengandi efni úr skipinu og taka af því yfirbyggingu áður en skrokkur Orlik verður dreginn upp í fjöru við Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem skipinu verður endanlega fargað.