Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sendinefnd Google í heimsókn hjá Vísi
Miðvikudagur 27. júní 2012 kl. 10:50

Sendinefnd Google í heimsókn hjá Vísi



Sendinefnd frá Google heimsótti Ísland á dögunum á vegum embættis forseta Íslands. Á heimasíðu forsetaembættisins kemur fram að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kanna grundvöll að samstarfi sem tryggt getur ábyrgara eftirlit með veiðum á höfum heims og hvernig upplýsingatækni og reynsla Íslendinga getur nýst í þessum efnum.

Sendinefndin átti viðræður við fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og í sjávarútvegi. Fimmtudaginn 7. júní kom sendinefndin í heimsókn í höfuðstöðvar Vísis í Grindavík þar sem fyrirtækið var kynnt ásamt þeirri rafrænni skráningu og rekjanleikakerfi sem Vísir hefur notað síðastliðinn áratug.

Að lokum kemur fram á heimasíðu forsetaembættisins að niðurstaða heimsóknarinnar hafi verið að vinna grundvöll að áætlun um slíkt samstarf á næstu mánuðum og misserum.

Grindavík.is greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024