Fimmtudagur 1. febrúar 2001 kl. 22:00
				  
				Sendinefnd frá Reykjanesbæ og Grindavík kynnir sér málefni nýbúa á Ísafirði
				
				
				
Til Ísafjarðar kom í morgun sendinefnd frá  Reykjanesbæ og Grindavík. Í dag og á morgun kynnir nefndin sér málefni nýbúa á svæðinu og hvernig þjónustu við þá er háttað. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, og Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, hafa í dag verið nefndinni til leiðsagnar. Farið hefur verið í heimsóknir á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, bæjarskrifstofurnar og Bókasafnið á Ísafirði, svo fátt eitt sé nefnt. Síðar í dag verður farið  á eftir munu þau fara á skrifstofu ASV og tala við  Pétur Sigurðsson og nokkra nýbúa. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði, www.bb.isÍ nefndinni eru formaður Rauða krossins í Grindavík, félagsráðgjafi, sálfræðingur, formaður íþróttamiðstöðvar og franskur þjóðfræðingur sem vinnur við fiskvinnslu í Grindavík. Á morgun stendur meðal annars til að funda með Rótum, félagi áhugafólks um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum, og skoða Fiskvinnsluna Kamb á Flateyri. Nefndin fer aftur suður síðdegis á morgun.