Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sendiherra Noregs heimsótti Bókasafn Reykjanesbæjar
Laugardagur 22. maí 2021 kl. 07:07

Sendiherra Noregs heimsótti Bókasafn Reykjanesbæjar

Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, heimsótti Bókasafn Reykjanesbæjar á dögunum. Tilefni heimsóknarinnar var að skoða sýningu um Kardemommubæinn í Átthagastofu safnsins en sýningin hafði staðið yfir frá því í janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar tóku á móti Aud Lise og fylgdarliði frá norska sendiráðinu.

Rúmlega 1000 íbúar skoðuðu sýninguna sem byggir á teikningum Thorbjörn Egner’s úr Kardemommubænum. Á meðan sýningunni stóð gátu gestir tekið þátt í getraun sem byggði á spurningum úr Kardemommubænum. Mikil þátttaka var í getrauninni en Aud Lise dró út þriðja og síðasta vinningshafann sem var að vonum alsæll með verðlaunin.