Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. október 1999 kl. 20:11

SENDIHERRA KÍNA Í GRINDAVÍK

Föstudaginn 10. september sl. kom sendiherra kínverska Alþýðulýðveldisins, Wang Ronghua, ásamt eiginkonu sinni og ráðgjöfum, í heimsókn til Grindavíkur. Heimsóknin var sú síðasta á ferð hans um landið til að kynnast landi og þjóð. Einar Njálsson, bæjarstjóri, tók á móti sendinefndinni fyrir hönd Grindvíkinga ásamt Guðmundi Emilssyni menningarfulltrúa og Róberti Ragnarssyni ferðamálafulltrúa. Sendiherrann ræddi við bæjarstjórn um lífsins gagn og nauðsynjar í hádegisverðarboði á Veitingahúsinu Jenný og þakkaði fyrir sig með ljóðaflutningi á móðurmáli sínu. Ferðinni var síðan heitið í lagmetsiðju Fiskaness hf. þar sem sendinefndin skoðaði kavíarframleiðslu og smakkaði á veigunum. Fiskanes hefur stundað mikil viðskipti við Kína og fór vel á með mönnum. Því næst var Grunnskóli Grindavíkur heimsóttur og tók yngsta kynslóðin vel á móti þessum erlendu gestum með fallegum söng og fiðluleik. Að lokum var ferðinni heitið í stolt okkar Grindvíkinga, Bláa Lónið, og ýr baðstaður skoðaður. Að endingu má minnast á það að sendiherrann orti ljóð um komu sína hingað, svo hrifinn var hann. Kær kveðja Róbert Ragnarsson Ferðamála- og markaðs-fulltrúi Grindavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024