Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sendið hjólaköppum hvatningu á vf.is
Sunnudagur 4. júní 2006 kl. 00:42

Sendið hjólaköppum hvatningu á vf.is

Lesendur Víkurfrétta geta sent hjólaköppunum sem nú eru að leggja upp í hringferð um landið, og safna fjármunum fyrir langveik börn á Íslandi, hvatningarorð á vef Víkurfrétta. Við hvetjum einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir til að gefa verkefninu gaum, setja nokkrar línur niður á blað og hvetja hjólreiðakappana áfram. Ekki væri verra ef þið létuð ljósmynd af ykkur eða ykkar stuðningshóp fljóta með. Hvatningarorð og ljósmyndir verða birtar á síðunni http://vf.is/hjolad/

Sendið tölvupóst á: [email protected]
Skrifið nokkur skemmtileg hvatningarorð í póstinn og hvatningin verður birt á vef Víkurfrétta.
Endilega látið mynd af ykkur/ykkar vinnustað fljóta með póstinum.

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur við Sparisjóðinn í Keflavík. Númer hans er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024