Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Senda hörð mótmæli
  • Senda hörð mótmæli
Þriðjudagur 13. maí 2014 kl. 11:24

Senda hörð mótmæli

– vegna lokunar pósthúss

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hefur sent erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem fyrirhugaðri lokun póstafgreiðslu Íslandspósts í Garðinum er harðlega mótmælt.
 
Í bréfi bæjarstjóra kemur fram bókun bæjarráðs þar sem bæjarráð Garðs mótmælir harðlega áformum Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu í Garði. Þá kemur fram í bréfi bæjarstjóra að vakin er athygli á því að Íslandspóstur hefur á engan hátt verið í sambandi við bæjarstjóra né bæjarstjórn um þau áform að loka póstafgreiðslunni í Garði, né að kynntar hafi verið hugmyndir um það hvernig fyrirtækið hyggst veita íbúum í sveitarfélaginu þjónustu ef til þess kemur að fyrirtækið lokar afgreiðslunni. 
 
Bæjarstjóri mótmælir þessum vinnubrögðum fyrir hönd bæjarstjórnar, ekki síst framkomu Íslandspósts. Um er að ræða ríkisfyrirtæki sem starfar að hluta í skjóli einkaréttar og ætti í nútímanum ekki að ástunda þau vinnubrögð sem raun ber vitni. Bæjarstjóri hvetur Póst-og fjarskiptastofnun til þess að koma þessum umkvörtunum um vinnubrögð og framkomu Íslandspósts á framfæri við fyrirtækið við frekari vinnslu málsins.
 
Þá kemur fram í bréfi bæjarstjóra að hvað varði möguleika fyrir íbúa Garðs að sækja póstþjónustu annað, þá munu íbúar í sveitarfélagi sem telur um 1.400 íbúa ekki sætta sig við það að þurfa að sækja póstþjónustu í önnur byggðarlög.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024