Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Semja um korn- og byggrækt í Garðinum
Laugardagur 31. júlí 2010 kl. 11:33

Semja um korn- og byggrækt í Garðinum

Massimo Luppi hefur sótt um afnot af 10 til 15 hekturum lands í eigu Garðs til ræktunar á korni og byggi.
Bæjarráð Garðs tók erindið fyrir í vikunni og telur að hér sé um áhugavert verkefni að ræða. Ráðið felur skipulags- og byggingarnefnd ásamt byggingarfulltrúa og bréfritara að afmarka land svo að verkefnið geti hafist sem fyrst.

Einnig felur bæjarráð byggingarfulltrúa að gera samning um afnotin, umgengni og skil á landinu. Samningurinn verði síðan lagður fyrir bæjarráð til samþykktar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Takist verkefnið vel er Garður reiðubúinn að skoða samning um stækkun lands til ræktunar í samráði við landeigendur.