Sementsflutningabíll vegur salt á Helguvíkurbryggju
Sementsflutningabíll frá fyrirtækinu Aalborg Portland keyrði fram af bryggjunni í Helguvík rétt fyrir hádegið. Bíllinn hangir fram af bryggjunni. Ökumaður bílsins slasaðist ekki við atvikið og náði að koma sér sjálfur í land.
Samkvæmt upplýsingum frá Aalborg Portland verður að öllum líkindum reynt að hífa bílinn upp á bryggjuna í dag eða kvöld. Í tanki bílsins eru 30 tonn af sementi en Aalborg Portland er með sementstanka við Helguvíkurhöfn.
Myndirnar: Bíllinn hangir fram af bryggjunni við Helguvíkurhöfn. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Samkvæmt upplýsingum frá Aalborg Portland verður að öllum líkindum reynt að hífa bílinn upp á bryggjuna í dag eða kvöld. Í tanki bílsins eru 30 tonn af sementi en Aalborg Portland er með sementstanka við Helguvíkurhöfn.
Myndirnar: Bíllinn hangir fram af bryggjunni við Helguvíkurhöfn. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.