Sem risastór fugl að hefja sig til flugs
Þau Jóna Björk Bjarnadóttir Hammer og Anna Sigga í Grindavík og Páll Rúnar Pálsson í Reykjanesbæ eru í hópi fjölmargra sem tóku upp myndavélina um kl. 23 í gærkvöldi til að mynda það sem líktist risastórum fugli að hefja sig til flugs á norð-vestur himninum. Glæsileg skýjamyndun og mjög óvenjuleg skýjahula. Páll Rúnar á efstu myndina en hér að neðan eru myndir Jónu Hammer og Önnu Siggu.