Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Selur í slippnum í Njarðvík
Þriðjudagur 10. desember 2002 kl. 13:57

Selur í slippnum í Njarðvík

Um eittleytið í dag var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um sel sem var í skiparennunni í Skipasmíðasmíðastöð Njarðvíkur. Selurinn kom í rennunna í morgun og reyndu starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar að koma honum út í sjó en hann vildi sig hvergi hreyfa. Hann lagði sig í rennunni, sennilega mjög þreyttur og kipptist við þegar háþrýstidælan fór í gang. Þegar lögreglumennirnir hófust handa við að koma selnum út í sjó brást hann ókvæða við og vildi sig hvergi hreyfa. Lögreglan brá þá á það ráð að setja undir hann kaðal og þannig var honum komið í sjóinn. Á miðri leið virtist selurinn vera ánægður með viðbrögð lögreglunnar og ekki var laust við að þakklætisvottur væri í augum hans þegar hann hvarf í sjóinn.

Kíkið á fleiri myndir fyrir neðan!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024