Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Seltjörn óvenju stór
Föstudagur 28. desember 2007 kl. 13:32

Seltjörn óvenju stór

Þeir sem ætla að njóta útvistarsvæðisins við Seltjörn verða að finna aðra leið þangað en þá hefðbundu, nema þeir sem hafa yfir að ráða stærri bílum.  Í rigningunum sem fylgdu lægðarbununum í desember hefur færst svo mikill vöxtur í tjörnina að hún flæðir yfir veginn eins og sést á þessari mynd og nær langleiðina að Grindavíkurvegi.

Hið fallegasta vetrarveður ríkir nú á suðvesturhorninu og gerir veðurspáin ráð fyrir því á morgun einnig. Hins vegar fáum við gamalkunnugt veðurstef á sunnudaginn þegar vindur snýst í suðaustan með stormi eða roki og að sjálfsögðu með rigningu. Nema hvað?

Mynd: Við Seltjörn í morgun.  Eins og sjá má er vegurinn að Sólbrekkuskógi á kafi í vatni. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024