Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Seltjörn opnar aftur 1. apríl 2005 með nýtt og glæsilegt veiðihús
Fimmtudagur 21. október 2004 kl. 15:13

Seltjörn opnar aftur 1. apríl 2005 með nýtt og glæsilegt veiðihús

Veiði í Seltjörn er lokið þetta árið eftir um sex mánaða veiðitímabil. Nú tekur við hrygningartímabil fyrir urriðann og bleikjuna.

Í sumar veiddust í heildina um 3.900 urriðar í Seltjörn og af þeim var um 1750 sleppt aftur, einnig veiddust um fimmhundruð bleikjur og um hundrað af þeim var sleppt aftur og er veiðin talin hafa verið mjög góð. Meðalþyngd urriðans var í kringum 1,5 pund en meðalþyngd bleikjunnar var um 2 pund.

Ákveðið hefur verið að banna alla veiði í vatninu í vetur en Seltjörn opnar aftur 1. apríl 2005 með nýtt og glæsilegt veiðihús og aðstöðu fyrir veiðimenn.

 

 

 

 

 

 



 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024