Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn
Föstudagur 21. apríl 2017 kl. 16:01

Selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 30.000.000 kr. til 7 ára. Lánið er tekið til endurfjármögnunar afborgana af lánum Reykjaneshafnar. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skuldbindur einnig sveitarfélagið sem eiganda Reykjaneshafnar til að selja ekki eignarhlut sinn í Reykjaneshöfn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Reykjanesbær selji eignarhlut í Reykjaneshöfn til annarra opinberra aðila, skuldbindur Reykjanesbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024