Selja blóm alla helgina
Systrafélag Ytri-Njarðvíkurkirkju opnaði í dag sinn árlega blómamarkað á tröppum kirkjunnar.
Markaðurinn er opinn alla helgina og rennur ágóðinn til framkvæmda og viðhalds við húsnæði kirkjunnar. Úrvalið hjá þeim í ár er sérlega glæsilegt og ekki spillir fyrir að kaffi og meðlæti er í boði fyrir viðskiptavini.
Markaðurinn er opinn alla helgina og rennur ágóðinn til framkvæmda og viðhalds við húsnæði kirkjunnar. Úrvalið hjá þeim í ár er sérlega glæsilegt og ekki spillir fyrir að kaffi og meðlæti er í boði fyrir viðskiptavini.