Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Seldu listaverk fyrir alvarlega veik börn
Frá vinstri efri röð: Kristín Júlíana 10 ára, Alexandra Líf 7 ára, Anna Hjartadóttir 7 ára, Anna Ingibjörg 7 ára, Emma 8 ára. Neðri röð frá vinstri: Viktoría 6 ára, Arnbjörg Hjartadóttir 5 ára, Andrea 3 ára.
Mánudagur 17. september 2012 kl. 14:49

Seldu listaverk fyrir alvarlega veik börn

Hugulsöm börn í Vogunum tóku til hendinni og söfnuðu töluverðu fé fyrir börn sem glíma við alvarlega, sjaldgæfa og ólæknandi sjúkdóma. Börnin sem eru á aldrinum þriggja til níu ára söfnuðu pening með því að teikna sjálf myndir og ganga í hús og selja íbúum Voga, sem tóku afar vel í uppátækið.

Móðir eins listamannsins sagði í samtali við Víkurfréttir að börnin hafi átt hugmyndina alveg skuldlaust og voru þau vöknuð fyrir allar aldir og farin að teikna nú um helgina. Vel gekk að selja glæsileg listaverkin og söfnuðust á annan tug þúsunda króna sem renna munu í söfnunina Á allra vörum, en um 100 milljónir hafa þegar safnast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024