Seldu gleraugnahreinsi til styrktar Allý
Vinkonurnar Björg Kristjánsdóttir og Ástrós Anna Vilhjálmsdóttir 11 ára söfnuðu á dögunum rúmum 24 þúsund krónum fyrir Allý. Þær gengu í hús í Sandgerði og fengu meðal annars flö skur gefins. „Við fengum gefins gleraugnahreinsi og gengum í hús og seldum fólki. Þegar hreinsirinn var búinn söfnuðum við flöskum,” segja vinkonurnar en söfnunin tók um 5 daga. Björg og Ástrós segja að þegar þær hafi séð myndir af Allý í Víkurfréttum hafi þær ákveðið að hjálpa henni. „Okkur langaði bara að safna smá pening fyrir hana og hjálpa henni þannig. Og það var líka mjög gaman,” segja þær brosandi.
Söfnuðu rúmum 24 þúsund krónum fyrir Allý. F.v. Björg Kristjánsdóttir 11 Ýra og Ástrós Anna Vilhjálmsdóttir 11 ára með innleggsnótuna úr bankanum.
Söfnuðu rúmum 24 þúsund krónum fyrir Allý. F.v. Björg Kristjánsdóttir 11 Ýra og Ástrós Anna Vilhjálmsdóttir 11 ára með innleggsnótuna úr bankanum.