Sekúndum frá banaslysi á hættulegustu gatnamótum Suðurnesja
Ökumaður fólksbifreiðar var aðeins sekúndum frá banaslysi þegar bifreið var ekið í veg fyrir olíuflutningabifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Grænásbrautar á tíunda tímanum í kvöld. Umrædd gatnamót eru í dag sögð þau hættulegustu á Suðurnesjum.
Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið til á sjúkrahús í Reykjavík. Bílstjóri olíuflutningabifreiðarinnar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Ekki er vitað um meiðsli ökumanns fólksbifreiðarinnar þegar þetta er skrifað en viðbragðsaðilar á vettvangi slyssins sögðu að hurð hafi skollið nærri hælum og aðeins sekúndur ráðið því að olíubifreiðin hafi ekki farið í hlið fólksbílsins með alvarlegri afleiðingum.
Talsvert magn af olíu lak úr bílunum á slysstaðnum í kvöld en gat kom á eldsneytistank olíuflutningabílsins.
Talsvert magn af olíu lak úr bílunum á slysstaðnum í kvöld en gat kom á eldsneytistank olíuflutningabílsins.
Umferðarslys eru tíð á þessum gatnamótum.
Ljósmyndir frá vettvangi umferðarslyssins í kvöld. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson