Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sekúndubrotum frá alvarlegu umferðarslysi
Mánudagur 30. janúar 2006 kl. 23:10

Sekúndubrotum frá alvarlegu umferðarslysi

Um miðjan dag í dag var tilkynnt um árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar á Fitjum. Vörubifreið frá Varnarliðinu var ekið af Hafnaveginum í veg fyrir steypubifreið sem ekið var eftir Reykjanesbraut. Steypubifreiðin lenti aftan á vörulyftu sem var aftan á vörubifreiðinni.

Minniháttar meiðsl urðu á ökumanni steypubifreiðarinnar. Hins vegar voru menn aðeins sekúndubrot frá því að þarna yrði alvarlegt slys. Nokkrar skemmdir urðu á ökutækjunum.

Video: Myndskeið frá slysstað á Reykjanesbraut í dag. (.wmv)

Ljósmyndir og myndband: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024