Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sektaðir um tugi þúsunda fyrir hraðakstur á framkvæmdasvæðum
Þriðjudagur 8. janúar 2008 kl. 09:09

Sektaðir um tugi þúsunda fyrir hraðakstur á framkvæmdasvæðum

Lögreglan stöðvaði þrjá ökumenn í gærkvöldi á Reykjanesbraut fyrir hraðakstur á svæðum þar sem hámarkshraði hefur verið lækkaður vegna framkvæmda. Þannig var sá sem hraðast ók stöðvaður á 94 km. hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. Hámarkshraði upp á 50 km./klst. er m.a. við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar og við gatamót Vogavegar og Reykjanesbrautar. Sá sem var tekinn á 94 km. hraða þar sem hámarskhraði er 50 km. fær sekt upp á 50.000 krónur og fær jafnframt 4 refsi punkta í ökuferilsskrá.

Tveir teknir á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraðinn er 70 km/klst.  Þeir mældust á 109 og 100 km/klst.  Sá þriðji var einnig tekinn á Reykjanesbrautinni en hann mældist á 94 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. eins og áður segir.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir það að aka bifreið sviptur ökuréttindum í Reykjanesbæ í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024