Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Seint á ferðinni til og frá Leifsstöð
Mánudagur 31. desember 2007 kl. 01:24

Seint á ferðinni til og frá Leifsstöð

Flug til og frá landinu fór allt úr skorðum í gær vegna óveðurs. Þannig hafa Ameríkuvélar, sem vanalega fara síðdegis, verið að fara frá Keflavík nú í kringum miðnættið og síðasta vélin er að fara kl. 03 í nótt til Boston.

Þá eru Evrópuvélar einnig að skila sér seint til landsins en þær fóru flestar austur um haf eftir hádegið í dag. Þannig eru þrjár vélar að koma frá Evrópu eftir um klukkustund. Ein vél frá Frankfurt og tvær frá Kaupmannahöfn. Þá kemur vél frá Glasgow þegar klukkuna vantar um 20 mínútur í þrjú í nótt.

Þar sem lítið er um flug á morgun, gamlársdag, er gert ráð fyrir að flugfélögin nái að leiðrétta áætlanir sínar strax á nýársdegi.

Talsvert hefur verið um fólk í flugstöðinni í allan dag og þeir sem biðu lengst voru þar í um 10 klukkustundir.

Meðfylgjandi mynd var tekin á flughlaðinu við Leifsstöð í gærdag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024