Seinni sprautan afgreidd
Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ fékk seinni sprautuna með bóluefni við kórónuveirunni í gær, þriðjudag. Aftur var það Jón Ísleifsson sem fékk fyrstu sprautuna og nú í seinni umferð bólusetningarinnar. Íbúar á hjúkrunarheimilunum Hlévangi í Keflavík og Víðihlíð í Grindavík fengu einnig seinni sprautuna í gær og eiga því að vera komnir með góða vörn gegn veirunni skæðu.
VF-mynd:Hilmar Bragi