Seinkun á tölvuleikjanámi Keilis
-Menntamálaráðuneytið ekki áhugasamt
Ekki stendur lengur til að bjóða upp á nám á tölvuleikjabraut hjá Keili á Ásbrú í haust. Stefnt hafði verið að opnun tölvuleikjabrautarinnar undanfarna mánuði, en um er að ræða þriggja ára nám til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð og átti að hefjast í haust. Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis, sagði í samtali við Morgunblaðið að menntamálaráðuneytið hefði ekki verið jafn áhugasamt um námsbrautina og atvinnulífið og væntanlegir nemendur. Þá segir hann einnig að um 40 manns hafi lýst yfir áhuga á því að hefja nám við námsbrautina, en að óvíst sé nú á hvaða mið það fólk rói, en þetta nám er ekki í boði í öðrum framhaldsskólum landsins.
Til að bregðast við eftirspurn fyrirtækja um menntað fólk innan geirans, sem og áhuga ungs fólks á náminu höfðu starfsmenn Keilis, í samstarfi við CCP og aðra tölvuleikjaframleiðendur á Íslandi, ásamt Samtökum leikjaframleiðenda og alþjóðlegum skólum í tölvuleikjagerð. Arinbjörn segir það áhyggjuefni að kerfið þurfi að taka sér langan tíma til að svara erindum, einnig að starfsemi tölvuleikjafyrirtækja sé mjög vaxandi atvinnugrein en þau vanti hins vegar starfsfólk, sem nú komi í vaxandi mæli frá útlöndum. „Atvinnulífið er í stöðugri framþróun og verður sífellt kvikara. Á meðan virðist kerfið enn vera svifaseint og lengi að bregðast við nýjum kröfum og þörfum atvinnulífsins.“
Fréttin hefur verið uppfærð.