Segjast í fullum rétti að taka ankerið
Félagar í Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði segjast í fullum rétti að hafa slegið eign sinni á ankeri sem var á hafsbotni í Grófinni í Keflavík. Kafarar sveitarinnar fundu ankerið við æfingar á sunnudaginn.
Að sögn Sigurðar Stefánssonar, kafara hjá Sigurvon, var haft sambandi við Pétur Jóhannsson, hafnarstjóra í Reykjanesbæ, og fengið leyfi fyrir því að taka ankerið. Að sögn Sigurðar þá mun Pétur hafa gefið leyfi fyrir því að ankerið væri tekið í land, af því gefnu að það væri ekki merkt af Tómasi Knútssyni eða öðrum. Sagðist Sigurður einnig hafa tilkynnt Tómasi að hann ætlaði að taka ankerið á land.
„Við vorum í fullum rétti þarna og það var heldur ekki ætlun okkar að gera eitt eða neitt í leyfisleysi. Við ræddum við þá aðila sem við töldum okkur þurfa að tala við og erum því í fullum rétti til að taka ankerið“, sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir.
Ankerið er nú í Sandgerði en þess er að vænta að það komi fljótlega aftur til Reykjanesbæjar til framtíðarvarðveislu.
Að sögn Sigurðar Stefánssonar, kafara hjá Sigurvon, var haft sambandi við Pétur Jóhannsson, hafnarstjóra í Reykjanesbæ, og fengið leyfi fyrir því að taka ankerið. Að sögn Sigurðar þá mun Pétur hafa gefið leyfi fyrir því að ankerið væri tekið í land, af því gefnu að það væri ekki merkt af Tómasi Knútssyni eða öðrum. Sagðist Sigurður einnig hafa tilkynnt Tómasi að hann ætlaði að taka ankerið á land.
„Við vorum í fullum rétti þarna og það var heldur ekki ætlun okkar að gera eitt eða neitt í leyfisleysi. Við ræddum við þá aðila sem við töldum okkur þurfa að tala við og erum því í fullum rétti til að taka ankerið“, sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir.
Ankerið er nú í Sandgerði en þess er að vænta að það komi fljótlega aftur til Reykjanesbæjar til framtíðarvarðveislu.