Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segjast hafa tryggt 87 megavött fyrir Thorsil
Fyrirhuguð kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík.
Föstudagur 16. október 2015 kl. 08:56

Segjast hafa tryggt 87 megavött fyrir Thorsil

– orkan kemur ekki frá OR eða Landsvirkjun. HS Orka tjáir sig ekki.

Thorsil hefur tryggt sér 87 megavatta raforku fyrir kísilmálmverksmiðju í Helguvík að sögn Hákonar Björnssonar, forstjóra Thorsil. Þetta kemur fram á Vísi. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur ætla að útvega fyrirtækinu raforku.

„Við erum búnir að tryggja okkur samning um 87 megavatta raforku fyrir verksmiðju okkar í Helguvík. Hvaðan það kemur get ég ekki upplýst um á þessu stigi málsins en það upplýsist fljótlega,“ segir Hákon.

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, vildi ekkert tjá sig við Vísi um málið þegar eftir því var leitað. Sagðist hann ekkert hafa um málið að segja.

Fréttina má lesa hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024