Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segja vilja bæjarbúa virtan að vettugi
Fimmtudagur 3. júní 2010 kl. 15:16

Segja vilja bæjarbúa virtan að vettugi


Fulltrúar Lista Grindvíkinga furða sig á því að Framsóknarflokkurinn þar í bæ skuli ekki hafa séð ástæðu til að ræða við G-listann um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Með því sé verið að hunsa vilja bæjarbúa sem gerðu kröfu um endurnýjun.
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur gengu frá samkomulagi í gærkvöldi um myndun meirihluta.

,,Listi Grindvíkinga, nýtt óháð framboð bauð öllum oddvitum í Grindavík að mynda samstjórn allra flokka. Því var hafnað þar sem Framsóknarfélag Grindavíkur og Sjálfstæðisfélag Grindavíkur mynduðu meirihluta í nótt.

Eftir að úrslit bæjarstjórnakosninganna lágu fyrir á laugardaginn var ljóst að Framsóknarflokkur fékk umboð til meirihlutamyndunar, með rúm 33 %. Næst stærsti flokkurinn, Listi Grindvíkinga fékk tæpan fjórðung atkvæða eða um 24%.

Bæjarbúar í Grindavík gerðu kröfu um endurnýjun. Framsóknarflokkur boðaði nýtt fólk og breytta tíma. Engu að síður sáu þeir aldrei ástæðu til að tala við Lista Grindvíkinga.

Við lýsum furðu okkar á að Framsóknarflokkur hafi ekki gefið þessu tækifæri, í það minnsta rætt möguleikann.
Eftir að hafa heyrt gríðarlegar óánægjuraddir í bæjarfélaginu vegna viðræðna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fannst okkur íbúar Grindavíkur eiga það skilið að kröfum þeirra yrði mætt og að mynduð yrði samstjórn,“ segir í tilkynningu sem G-listinn birti í dag.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/Oddgeir Karlsson - Grindavík