Segja útgerðina vilja lyfta Guðrúnu Gísladóttur KE af hafsbotni strax í haust
- engin ákvörðun hefur verið tekin segir framkvæmdastjórinn sem situr nú á fundi með norska mengunareftirlitinu
Því er haldið fram á vefsíðu IntraFish í dag að útgerð Guðrúnar Gísladóttur KE vilji láta lyfta flaki skipsins af hafsbotni strax í haust. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar segir í samtali við fréttavefinn Skip.is í morgun að þetta sé oftúlkun. Viðræður standi yfir og hann sé á leiðinni á fund með norska mengunareftirlitinu.Í norsku fréttinni segir að allt frá því að skipið sökk hafi útgerðin frestað því að ákveða hvað gera eigi við flakið. Talsmenn útgerðarinnar hafi m.a. bent á að það væri alltof dýrt að lyfta skipinu. Nú virðist þeir hins vegar hafa snúið við blaðinu. Bent er á að norska umhverfisráðuneytið hafi krafist þess í bréfi 20. september að olían úr skipinu yrði fjarlægð ekki síðar en 15. október nk. og að flakið yrði fjarlægt ekki síðar en 1. maí á næsta ári.
Ásbjörn H. Árnason framkvæmdastjóri Festi hf., sem er útgerð skipsins, segir í samtali við Skip.is nú í morgun að ekkert hafi verið ákveðið um framhaldið. Hann segir að mjög misvísandi upplýsingar hafi borist frá norskum stjórnvöldum og stofnunum vegna málsins.
-- Við vorum tilbúnir til þess strax í júní að fjarlægja olíuna úr skipinu og sjálft flakið á næsta ári en fengum þá engin svör. Síðan höfum við fengið alls konar skilaboð um það sem gera þurfi. Einn daginn á að fjarlægja olíuna, annan daginn aflann úr skipinu og þann þriðja er það flakið sjálft sem er aðalatriðið. Allar þessar kröfur virðast hafa verið settar fram án þess að nokkuð búi þar að baki, segir Ásbjörn en hann sagðist eiga fund með norska mengunareftirlitinu nú fyrir hádegið og þá myndi málið e.t.v. skýrast frekar.
Ásbjörn segir að útgerðin hafi ákveðna hámarksupphæð sem hægt sé að verja til þess að ná olíu og farmi úr skipinu og til þess að lyfta því af hafsbotni. Þetta séu tryggingabætur sem séu í samræmi við lög sem gildi á Íslandi og í Noregi. Allan kostnað umfram þessar bætur verði norska ríkið að greiða, annars verði útgerðarfélagið Festi hf. gjaldþrota.
Birt með góðfúslegu leyfi Skip.is
Því er haldið fram á vefsíðu IntraFish í dag að útgerð Guðrúnar Gísladóttur KE vilji láta lyfta flaki skipsins af hafsbotni strax í haust. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar segir í samtali við fréttavefinn Skip.is í morgun að þetta sé oftúlkun. Viðræður standi yfir og hann sé á leiðinni á fund með norska mengunareftirlitinu.Í norsku fréttinni segir að allt frá því að skipið sökk hafi útgerðin frestað því að ákveða hvað gera eigi við flakið. Talsmenn útgerðarinnar hafi m.a. bent á að það væri alltof dýrt að lyfta skipinu. Nú virðist þeir hins vegar hafa snúið við blaðinu. Bent er á að norska umhverfisráðuneytið hafi krafist þess í bréfi 20. september að olían úr skipinu yrði fjarlægð ekki síðar en 15. október nk. og að flakið yrði fjarlægt ekki síðar en 1. maí á næsta ári.
Ásbjörn H. Árnason framkvæmdastjóri Festi hf., sem er útgerð skipsins, segir í samtali við Skip.is nú í morgun að ekkert hafi verið ákveðið um framhaldið. Hann segir að mjög misvísandi upplýsingar hafi borist frá norskum stjórnvöldum og stofnunum vegna málsins.
-- Við vorum tilbúnir til þess strax í júní að fjarlægja olíuna úr skipinu og sjálft flakið á næsta ári en fengum þá engin svör. Síðan höfum við fengið alls konar skilaboð um það sem gera þurfi. Einn daginn á að fjarlægja olíuna, annan daginn aflann úr skipinu og þann þriðja er það flakið sjálft sem er aðalatriðið. Allar þessar kröfur virðast hafa verið settar fram án þess að nokkuð búi þar að baki, segir Ásbjörn en hann sagðist eiga fund með norska mengunareftirlitinu nú fyrir hádegið og þá myndi málið e.t.v. skýrast frekar.
Ásbjörn segir að útgerðin hafi ákveðna hámarksupphæð sem hægt sé að verja til þess að ná olíu og farmi úr skipinu og til þess að lyfta því af hafsbotni. Þetta séu tryggingabætur sem séu í samræmi við lög sem gildi á Íslandi og í Noregi. Allan kostnað umfram þessar bætur verði norska ríkið að greiða, annars verði útgerðarfélagið Festi hf. gjaldþrota.
Birt með góðfúslegu leyfi Skip.is