Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segja upplýsingar um ECA rangar
Miðvikudagur 14. apríl 2010 kl. 15:11

Segja upplýsingar um ECA rangar


Vinstri grænir  á Suðurnesjum segja rangar þær upplýsingar sem reiddar hafi verið fram af tengiliðum ECA hér á landi. Þetta kemur fram í ályktun frá félagsfundi VG á Suðurnesjum í gærkvöldi. Í henni eru íbúar á Suðurnesjum varaðir við að taka trúanlega þessa „töfralausn“ eins og það er kallað í ályktuninni.

Ályktunin er annars svohljóðandi:

„Við skoðun á málefnum ECA hefur komið í ljós að upplýsingar sem reiddar voru fram af tengiliðum fyrirtækisins hafa í veigamiklum atriðum verið rangar og til þess fallnar að byggja upp óraunhæfar væntingar um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Þátttaka í hagkerfi hernaðarbrölts, í hvaða formi sem hún er, brýtur gegn grunnstoðum í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sem er yfirlýstur friðarflokkur. Þrátt fyrir leit margra aðila er enn skortur á upplýsingum um grundvallarþætti, s.s. eignarhald og viðskiptaáætlun ECA. Í ljósi þessa varar félagsfundur VG á Suðurnesjum íbúa svæðisins við því að taka þessa töfralausn trúanlega“.

Ljóst er að skoðanir eru mjög skiptar um þetta mál eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Talvert hefur verið fjallað um þetta mál hér á fréttavef Víkurfrétta og hér að neðan eru tenglar á helstu fréttir.


Tengdar fréttir:

Vinna skal að öllum verkefnum á fordómalausan og yfirvegaðan hátt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kalla eftir samstöðu í atvinnumálum

Skiptar skoðanir innan Samfylkingar um ECA Programs

E.C.A. fyrirhugar að byggja nýtt flugskýli á Keflavíkurflugvelli

Meðallaun í flugskýli ECA um 8 milljónir króna

Segja málaliðaher auðvirðilegt fyrirbæri

Fagnar tilkomu ECA á Íslandi

Með 20 þotur og skapa allt að 200 föst störf á Keflavíkurflugvelli

E.C.A. Program: Fjölmörg störf til framtíðar

18 þotur og fjárfesting fyrir 4,5 milljarða króna