Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Segja réttast að ríkið leysi til sín GGE
Fimmtudagur 2. júlí 2009 kl. 16:43

Segja réttast að ríkið leysi til sín GGE


Fulltrúar A-listans í bæjarráði Reykjanesbæjar, þeir Guðbrandur Einarsson og Eysteinn Jónsson, lýsa furðu sinni á því að sjálfstæðismenn skuli ráðast í sölu eigna fyrir vel á annan tug milljarða án þess að fyrir liggi umsögn sérfróðra aðila á hagkvæmni þess fyrir sveitarfélagið eins og skylt er samkvæmt sveitarstjórnarlögum . Á bæjarráðráðsfundi í morgun lögðu þeir til að kaupum á landsvæðum í eigu HS Orku yrði frestað þar til slík umsögn yrði fengin. Sjálfstæðismenn felldu tillöguna.

„Þá vekur það óneitanlega athygli að nota á hlut GGE í HS Veitum sem skiptimynt í þessum viðskiptum við Reykjanesbæ. Hvaða tilgangi þjónar það fyrir Reykjanesbæ að eignast yfir 70% hlut í fyrirtæki sem sér um dreifingu á vatni og orku til margra annara sveitarfélaga utan Reykjanesbæjar og greiða fyrir það rúma fjóra milljarða? Sé vilji til þess meðal íbúa Reykjanesbæjar að selja erlendum aðilum orkuframleiðsluhluta Hitaveitu Suðurnesja þá er rétt að gerð verði sú krafa að greitt verði fyrir með peningum,“segja Gubrandur og Eysteinn í bókun sem þeir lögðu fram í morgun

„Sú spurning hlýtur einnig að vakna hverjir standi að baki þessu tilboði. Geysir Green Energy hafa um langt skeið verið í fjárþurrð og hafa í fréttatilkynningum til fjölmiðla lýst því að hlutafjáraukning væri í vændum. Ekkert hefur heyrst frá fyrirtækinu um að þessar tilraunir til hlutafjáraukningar hafi skilað nokkrum árangri. Þeir sem að GGE standa voru bankar sem eru orðnir gjaldþrota og komnir í hendur ríkisins eða þá félög sem komin eru í greiðslustöðvun. Það hljóta því að vera erlendir aðilar sem standa að baki tilboði GGE. Rétt væri hins vegar fyrir ríkið að leysa til sín fyrirtækið á þessum tímapunkti og vinda ofan af þessari vitleysu sem nú er farin í gang. Það er mikill ábyrgðarhluti að veita sjálfstæðismönnum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og vinum þeirra í einkageiranum alræði í einkavæðingu orkuvinnslu á Íslandi,“ segja Guðbrandur og Eysteinn í bókun sinni.

Tekist var harkalega á um málið á bæjarráðsfundi í morgun. Sjá nánar fundargerð bæjarráðs hér.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrar tengdar greinar á vf.is :

Einstaklega góðir samningar fyrir Reykjanesbæ, segir Deloitte

Forkaupsréttur felldur brott samþykki hluthafar ekki samninginn

Sjálfstæðismenn samþykktu kaupsamninginn

Ugla mótmælir sölu Reykjanesbæjar á HS Orku til Geysis Green Energy

Kanadískt jarðvarmafyrirtæki og GGE gætu eignast allt hlutafé HS Orku

Grindvíkingar geta keypt Svartsengi af Reykjanesbæ

Lögfræðingur Grindavíkurbæjar og ráðgjafar fari yfir kaupsamning

Undrast samingsdrög um landakaup Reykjanesbæjar í lögsögu Grindavíkur

Reykjanesbær eignast jarðhitaréttindi

Reykjanesbær selur HS Orku til Geysis Green Energy