Segja ráðherra hafa brotið stjórnsýslulög
Forsvarsmenn Norðuráls segja Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, hafa brotið stjórnsýslulög þegar hún gaf þeim ekki kost á að gæta hagsmuna fyrirtækisins er hún felldi úrskurð vegna Suðvesturlína.
Þetta kemur fram í bréfi Norðuráls til umhverfisráðherra. Í bréfinu er hvatt til þess að úrkurðurinn verði afturakallaður. Norðurál telur að fyritækið hefði átt að eiga kost á því að andmæla um leið og kæru Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands var tekin fyrir í ráðuneytinu, enda séu hagsmunir fyrirtækisins gríðarlegir.
Í bréfinu er fullyrt að kæra umhverfisverndarsamtakanna hafi borist eftir að kærufrestur rann út og ráðherra hafi úrskurðað eftir tilskilinn frest sem hann hafði.