VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Segja meirihlutann hafa keypt hús án heimildar
Föstudagur 18. september 2009 kl. 15:59

Segja meirihlutann hafa keypt hús án heimildar


Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ gagnrýna að 20 milljóna króna kaup bæjarfélagsins á húsi í Njarðvík hafi ekki verið rædd og borin upp til samþykktar í bæjarstjórn eins og beri að gera samkvæmt  bæjarmálasamþykkt. Þeir líta svo á að sveitarfélagið hafi skuldbundið sig til greiðslu án heimildar.

Bæjarsjóður keypti húsið að Bergási 6 en kaupin eru tilkomin vegna breytinga sem bæjaryfirvöld gerðu á hæðarkvótum á götunni eftir að húsið var byggt.  Því er litið svo á að kaupin séu hluti af skipulags- og framkvæmdakostnaði við gerð Ásahverfis, samkvæmt því sem fram kom í máli Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni.

Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi A-lista, gagnrýni harkalega vinnubrögð meirihlutans í málinu. Hann taldi að málið hefði átt að koma fyrir bæjarstjórn til samþykktar og vísaði í ákvæði bæjarmálasamþykktar þar að lútandi. Í henni segir að ekki megi stofna til útgjalda eða greiða fé úr bæjarstjóði nema heimild sé til þess í fjárhagsáætlun , útgjöldin séu lögbundin, samningsbundin eða samþykkt af bæjarstjórninni. Ólafur sagðist sem bæjarfulltrúi fyrst hafa heyrt um þessi kaup út í bæ.

Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi D-lista, sakaði A-listann um að vera með upphlaup vegna málsins.

Samið hefur verið við Körfuknattleiksdeild UMFN um lagfæringar á umræddri skekkju í götunni og mun deildin ætla að fá til liðsinnins við sig velunnara í verktakageiranum og afla þannig tekna fyrir starfsemi deildarinnar.
Bæjarfulltrúrar minnihlutans tóku fram að málið snerist ekki um það samkomulag, heldur eingöngu um vinnubrögð meirihlutans.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25