Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segja álfyrirtæki vilja hlut í Hitaveitunni
Föstudagur 22. ágúst 2008 kl. 10:08

Segja álfyrirtæki vilja hlut í Hitaveitunni

Norðurál hefur leitað hófanna um að eignast hlut í Hitaveitu Suðurnesja (HS) og hefur rætt þetta við eigendur hennar.  Þessu er haldið fram í Markaðnum og viðskiptasíðu visir.is í dag. Forstjóri Norðuráls neitar því að nokkuð hafi verið rætt.
Haft er eftir Árna Sigfússyni, stjórnarformanni HS, að ýmsir hafi sýnt HS áhuga, þeirra á meðal Norðurál.

Markaðurinn segir áhuga Norðuráls/Century á íslenskri orkuframleiðslu ekki alveg nýtilkominn en í fyrrahaust hafi félagið lýst áhuga á að eignast hluti í Reykjavik Energy Invest. Samkvæmt heimildum Markaðarins í fráfarandi stjórn Orkuveitunnar hafa Norðurálsmenn einnig sýnt hlut Orkuveitunnar áhuga. Þá segist Markaðurinn hafa heimildir fyrir því að Norðurál hafi sýnt áhuga á að komast í hluthafahóp Geysis Green Energy, sem á 32% hlut í HS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024