Segja að þörf sé fyrir herflugvélarnar á Keflavíkurflugvelli annarstaðar
Fréttastofan AFP hefur eftir bandarískum embættismönnum að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt Íslendingum að herflugvélar verði brátt fluttar frá Keflavíkurflugvelli þar sem vélanna sé þörf annarstaðar. Bandaríkjamenn segjast hins vegar áfram vilja viðhalda varnarsamningi ríkjanna. Netútgáfa Morgunblaðsins greinir frá þessu í dag.Embættismennirnir segja að þetta hafi komið fram í bréfinu sem Elizabeth Jones, aðstoðarutanríkisráðherra afhenti Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra, á fundi í Reykjavík í vikunni.
„Forsetinn skrifaði þeim bréf þar sem hann sagði að aðstæður væru breyttar í heiminum og við þurfum á flugvélunum að halda annarstaðar," hefur AFP eftir háttsettum bandarískum embættismanni. „Varnarmálaráðuneytið vill ekki að vélarnar verði staðsettar þarna."
Um er að ræða fjórar F-15 orrustuflugvélar og nokkrar þyrlur. AFP segir að þessi ákvörðun virðist brjóta í bága við þau fyrirheit sem Colin Powell utanríkisráðherra gaf Íslandi á síðasta ári um að Bandaríkjamenn ætluðu áfram að hafa herlið á Íslandi.
Embættismennirnir sögðu AFP að flugvélarnar munu væntanlega verða fluttar frá Íslandi í haust og það muni leiða til verulegra breytinga á mannahaldi á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið neitaði að tjá sig um málið og vísaði á bandaríska utanríkisráðuneytið. Utanríkisráðuneytið neitaði einnig að tjá sig um málið en vísaði á varnarmálaráðuneytið.
„Forsetinn skrifaði þeim bréf þar sem hann sagði að aðstæður væru breyttar í heiminum og við þurfum á flugvélunum að halda annarstaðar," hefur AFP eftir háttsettum bandarískum embættismanni. „Varnarmálaráðuneytið vill ekki að vélarnar verði staðsettar þarna."
Um er að ræða fjórar F-15 orrustuflugvélar og nokkrar þyrlur. AFP segir að þessi ákvörðun virðist brjóta í bága við þau fyrirheit sem Colin Powell utanríkisráðherra gaf Íslandi á síðasta ári um að Bandaríkjamenn ætluðu áfram að hafa herlið á Íslandi.
Embættismennirnir sögðu AFP að flugvélarnar munu væntanlega verða fluttar frá Íslandi í haust og það muni leiða til verulegra breytinga á mannahaldi á Keflavíkurflugvelli.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið neitaði að tjá sig um málið og vísaði á bandaríska utanríkisráðuneytið. Utanríkisráðuneytið neitaði einnig að tjá sig um málið en vísaði á varnarmálaráðuneytið.