Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa
Mánudagur 4. september 2006 kl. 18:26

Segir tafir á veitingu rannsóknarleyfa

Tafir á afgreiðslu rannsóknarleyfa á jarðhitasvæðum á Reykjanesi geta tafið uppbyggingu álvers í Helguvík að mati forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann sakar undirsstofnanir ráðuneyta um að tefja vísivitandi veitingu rannsókanrleyfa vegna jarðvarmavirkjana á Reykjanesskaga. Frá þessu var greint á NFS í dag.

Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS, segir aðspuður hvort verið sé að bremsa rannsóknirnar af að hvergi sé liðkað til svo að svör fáist á eðlilegum tíma. Aðspurður hverju sé um að kenna segir Júlíus að undirstofnanir ráðuneyta dragi að skila sínum lögbundnum umsögnum, t.d. hafi Umhverfisstofnun ekki skilað sinni umsögn fyrr en eftir margítrekaðar kröfur frá iðnaðarráðuneytinu.

Aðspurður hvort þessar tafir á rannsóknaleyfum geti leitt til þess að hitaveitan lendi í vandræðum með að afla raforku fyrir álver í Helguvík segir Júlíus að menn megi engan tíma missa ef þeir ætli að verða tilbúnir árið 2010. Þá þurfi að byrja á framkvæmdum árið 2008 og þá þurfi að byrja að rannsaka allt mjög ítarlega á næsta ári.

www.visir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024