Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur
Föstudagur 21. nóvember 2008 kl. 13:04

Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur



Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við Vísir.is í morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helga Sigrún spurði Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um það á þingi í morgun hvað einn af þekktustu auðmönnum landsins hefði verið að gera á heilbrigðisstofnuninni en nefndi ekki nafn mannsins. Ráðherra sagði að hann gæti ekki svarað til um einstakar heimsóknir.

Þegar Vísir hafði samband við Helgu eftir umræðuna sagði hún umræddan auðmann vera Róbert Wessmann. Hún hefði þær upplýsingar að fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu hefðu nýverið komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til úttektar í tvo daga. „Á þriðja degi mætir Róbert Wessmann með þeim að skoða allt hátt og lágt og þar á meðal skurðstofurnar," segir Helga og bendir á að þegar hafi komið fram þau tilmæli að loka skurðstofunum.



- sjá nánar frétt á visir.is