Segir rekstur Reykjanesbæjar á rangri leið sem fyrr
Ársreikningur Reykjanesbæjar 2011 sýnir að meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur einn eitt árið mistekist að halda rekstri bæjarsjóðs réttu megin við núllið án þess að selja eignir bæjarsins, segir í bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um ársreikning Reykjanesbæjar 2011.
Af eintóna og einhliða fréttatilkynningu meirihluta Sjálfstæðisflokksins, senda út i nafni Reykjanesbæjar, mátti skilja að að rekstur Reykjanesbæjar hafi gengið vel á síðasta ári og að bæjarsjóður hafi skilað jákvæðri niðurstöðu upp á 33 milljónir.
Hið rétta er að á síðasta ári tókst að koma í veg fyrir um 1.000 milljóna króna taprekstur Reykjanesbæjar með sölu eigna. Þá fékk Reykjanesbær 1.500 milljónir króna framlag frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga.
VF/mynd: Friðjón Einarsson í ræðustól í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.