Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Segir meirihlutann þurfa að endurskoða vinnubrögð sín
Laugardagur 9. september 2023 kl. 06:00

Segir meirihlutann þurfa að endurskoða vinnubrögð sín

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti nýverið framlagða tillögu um kaup Reykjanesbæjar á hluta af landspildu í Dalshverfi III á 30 milljónir króna með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sá Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar, ástæðu til að bóka sérstaklega um málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég var eiginlega orðlaus þegar þetta mál var kynnt fyrir okkur. Þessi vinnubrögð sem hafa átt sér stað í úthlutun lóða í Dalshverfi 3 eru alveg ótrúleg og gjörsamlega óásættanleg. Ég mun samþykkja þennan lið en meirihlutinn þarf svo sannarlega að endurskoða vinnubrögð sín.“