Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Segir ekki koma til greina að orka úr neðri Þjórsá fari til Helguvíkur
Laugardagur 13. mars 2010 kl. 10:00

Segir ekki koma til greina að orka úr neðri Þjórsá fari til Helguvíkur


Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að nú sé hrópað á virkjanir í neðri Þjórsá og talað um tafir á þeirri framkvæmd. Staðreyndin sé sú að slíkar virkjanir séu ekki á dagskrá á næstunni og hafi aldrei verið. Þá komi ekki til greina að sú orka fari til Helguvíkur, það hafi aldrei staðið til eins og kveðið sé um í nokkrura ára gamalli stjórnarsamþykkt Landsvirkjunar.

Steingrímur lét þessi orð falla á fundi Samtaka atvinnulífsins í gærmorgun.
Hann sagði m.a. að söngur um að ríkisstjórnin væri að tefja fyrir uppbyggingu ætti sér enga stoð í veruleikanum. Hann sagði forystumenn í atvinnulífinu vel upplýsta um ástæður þess að ekki fengist lánafyrirgreiðsla til atvinnulífsins við óbreyttar aðstæður. Þá væru áform um orkuöflun til ýmissa stórframkvæmda byggð á afar veikum grunni.
Steingrímur sagðist ekki hafa tölu á öllum þeim ástarbréfum sem hefði skrifað fyrir hönd orkufyrirtækjanna til að greiða fyrir fjármögnun. Hann hvatti forvígismenn þeirra til að hrekja eða staðfesta mál sitt.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir framkvæmdasvæðið í Helguvík.