Seðlabankinn gerir ekki ráð fyrir álveri í Helguvík
Gera ráð fyrir þremur kísilverum
Seðlabanki Íslands gerir ekki ráð fyrir frekari framkvæmdum vegna álvers Norðuráls í Helguvík. Áður hafði bankinn gert ráð fyrir að framkvæmdir hæfust við fyrsta áfanga ásamt því að framkvæmdir vegna eins kísilvers hæfust.
Í núverandi spá bankans er ekki gert ráð fyrir frekari framkvæmdum á vegum Norðuráls við Helguvík á spátímanum en þess í stað er gert ráð fyrir tveimur kísilverum til viðbótar. Frá þessu er greint í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í gær en þar er að finna lykiltölur um framvindu og horfur í efnahagsmálum út árið 2016. Í skýrslunni kemur fram að bankinn telur að þessi breyting dragi nokkuð úr umfangi stóriðjufjárfestingar á spátímanum, en vegna viðhalds og aukinna umsvifa við orkuöflun aukist fjárfesting í stóriðju samt sem áður frá síðustu spá bankans sem kom út í maí.