Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Scott Ramsey fékk 18 mánaða dóm
Miðvikudagur 5. október 2005 kl. 12:33

Scott Ramsey fékk 18 mánaða dóm

Scott Ramsey var í héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til  þess að danskur ríkisborgari á fertugsaldri lést. Ramsey var ákærður fyrir að hafa slegið manninn fyrirvaralaust á veitingahúsi í Keflavík í fyrrahaust. Höggið lenti efst á hálsi mannsins og blæðing milli heila og innra heilahimna leiddi til dauða hans.

Í niðurstöðu dómsins segir að Ramsey hafi játað brotið og hafi aldrei brotið af sér áður. Hann sé reglusamur og stundi fasta vinnu. Hann hafi ekki ætlað að vinna manninum slíkt tjón sem raun varð og afleiðingar hnefahöggsins hafi orðið mun alvarlegri en höggið hafi gefið tilefni til.

Dómarinn ákvað að hæfileg refsing væri átján mánuðir og þótti rétt að fresta fullnustu fimmtán mánaða. Að auki var hann dæmdur til að greiða foreldrum hins látna tvær miljónir í bætur auk sakakostnaðar.

Frétt af ruv.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024