SBK tekur við söluumboði Úrvals-Útsýnar og Plúsferða
Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur Úrval-Útsýn og Plús-ferðir hefur gert umboðssölusamning við SBK í Keflavík frá og með 1. janúar 2002. Frá og með sama tíma mun SBK fá fullt ferðaskrifstofuleyfi og mun sjá um alla almenna farseðlaútgáfu. Ferðaskrifstofa Íslands hefur jafnframt keypt hlutabréf í SBK. „VIð gengum frá þessu í dag“, sagði Einar Steinþórsson á þriðjudag. Til að byrja með verður fyrirkomulag óbreytt en Einar vonast til þess að til fjölgunar starfsfólks komi í nánustu framtíð. „Við höfum verið í ferðaþjónustu í mörg ár og sinnum ferðamönnum alla daga og það lá beint við að bæta þessu við þjónustu okkar“, segir Einar en vel hefur gengið í rekstri SBK. „Við vonum að Suðurnesjamenn taki breytingunum vel en við lofum því að þjónusta okkar verður áfram góð.“