SBK svipt sérleyfi í Garðinn?
Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að fara þess á leit við vegagerðina að SBK verði svipt sérleyfi því sem er í gildi um akstur farþega til og frá Garði. Eins og fram hefur komið áður eru sveitarstjórnarmenn í Garði mjög óhressir með að SBK skyldi alfarið leggja niður áætlunarferðir í Garðinn. Einu ferðirnar er skólaaksturinn hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.