Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 15. september 2000 kl. 16:11

SBK sagt upp - nær engin notkun á rútunni!

Gerðahreppur hefur ákveðið að segja upp samningi við SBK um akstur milli Garðs og Reykjanesbæjar. Samningurinn rennur út um næstu mánaðamót. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps, sagði að fyrir nokkru hefði verði gerð könnun á farþegafjölda og hefði sú könnun staðið yfir í viku. Komið hefði í ljós að notkun var nánast engin. Áður en samið var við SBK um þennan akstur sá Aðalstöðin um að halda uppi ferðum milli Garðs og Reykjanesbæjar. Sigurður sagði að ekki lægi fyrir nein ákvörðun hvað gert yrði í þessum málum eftir að SBK hættir akstri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024