SBK opnar upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Grófinni
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gert samkomulag við SBK um rekstur á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í húsnæði SBK í Grófinni í Reykjanesbæ. Þar geta ferðamenn sótt sér upplýsingar um allt sem er í boði til afþreyingar og skoðunar á Suðurnesjum. Á undanförnum árum hefur ferðamannastraumur til Suðurnesja aukist mjög mikið, enda hefur svæðið margt að bjóða t.d. Bláa Lónið, stórbrotna náttúru Reykjanessins, gó-kart, fræðasetur, merk söfn, fjölskrúðugt fuglalíf, hvalaskoðun, og margt fleira.
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa á undanförnum árum staðið að rekstri upplýsingarmiðstöðvar í Leifsstöð ásamt markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, en á síðasta ári var rekin miðstöð í Bláa lóninu í samstarfi við Grindavíkurbæ og Bláa lónið. Nú hefur aðstaðan verið bætt til muna og mun upplýsingamiðstöðin skila frekari straumi ferðamanna til svæðisins. Starfsmenn SBK munu starfa á upplýsinamiðstöðinni sem tekur til starfa á næstu dögum.
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa á undanförnum árum staðið að rekstri upplýsingarmiðstöðvar í Leifsstöð ásamt markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, en á síðasta ári var rekin miðstöð í Bláa lóninu í samstarfi við Grindavíkurbæ og Bláa lónið. Nú hefur aðstaðan verið bætt til muna og mun upplýsingamiðstöðin skila frekari straumi ferðamanna til svæðisins. Starfsmenn SBK munu starfa á upplýsinamiðstöðinni sem tekur til starfa á næstu dögum.