Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

SBK býður upp á skoðunarferðir um draugabæinn
Föstudagur 6. október 2006 kl. 10:55

SBK býður upp á skoðunarferðir um draugabæinn

„Þetta er ömurlegt,” varð eldri konu að orði þegar hún í morgun fór um varnarstöðina í skoðunarferð með rútu frá SBK.  Í ferðinni voru eldri borgarar ásamt nemendum frá Njarðvíkurskóla og mátti greinilega heyra á viðstöddum að sú sjón sem við blasti á Vellinum í morgun væri afar einkennileg. Hvergi var nokkra sálu að sjá í þessum draugabæ sem varnarstöðin er orðin eftir brotthvarf bandaríska hersins.

SBK mun á næstunni bjóða upp á skoðunarferðir með leiðsögn um varnarstöðina en fyrirtækið er með því að bregðast við fjölda fyrirspurna sem borist hafa undanfarið, að sögn Ólafs Guðbergssonar hjá SBK. Leiðsögumaður er Sveinbjörn Sveinbjörnsson, betur þekktur sem Bubbi Kóngur, en hann vann hjá hernum rúma þrjá áratugi og er öllum hnútum kunnugur á svæðinu.

SBK ætlar að bjóða upp á þrjár ferðir á morgun, laugardag. Frá aðalstöðvunum í Grófinni verður ferð kl. 13 og tvær ferðir verða frá BSÍ, önnur kl. 10 og hin klukkan 14. Að sögn Ólafs geta hópar einnig pantað sérferðir.

Myndir: Frá skoðunarferðinni í morgun.

 

VF-myndir: Ellert Grétarsson

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024