Sautján slökkviliðsmönnum úr slökkviliði Keflavíkurflugvallar sagt upp störfum
Sautján slökkviliðsmönnum úr slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp störfum. Ellefu koma úr slökkviliðinu og sex úr snjóruðningsdeild slökkviliðsins, en Víkurfréttir greindu frá uppsögnunum síðasta mánudag. Taka uppsagnirnar gildi þann 1. júní í sumar. Með þessum uppsögnum hefur 34 slökkviliðsmönnum úr slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli verið sagt upp störfum síðustu 6 mánuðum.
Að sögn Vernharðs Guðnasonar formanns landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er um skelfilega þróun að ræða. „Mér er bara gráti næst. Það sem er alvarlegt í málinu eru þær aðferðir og þau viðhorf sem birtast í því hvernig þeir framkvæma uppsagnirnar og velja þá einstaklinga sem á að segja upp. Að mínu mati eru líkur til þess að notuð séu óvönduð meðul við þessar uppsagnir,“ segir Vernarð.
Á næstu dögum verður málið skoðað og segir Vernharð að allt verði gert til að koma í veg fyrir að löggiltum slökkviliðsmönnum sé sagt upp störfum á meðan starfsmenn sem ekki hafa þessi lögbundnu réttindi séu látnir vera.
„Það hefur verið höggvið stórt skarð í raðir slökkviliðsmanna. Í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli er mikill mannauður en það virðist ekkert vera horft í það. Með þessum uppsögnum er verið að kasta út mikilli þekkingu.“
Á bilinu 350 til 400 manns á Íslandi hafa slökkviliðsstörf að aðalstarfi og segir Vernharð að ekki sé auðhlaupið að komast í starf slökkviliðsmanna.
Aðspurður sagðist Vernharð ekki geta tjáð sig um til hvaða beinna aðgerða yrði gripið til. „Við ætlum að byrja á því að leita réttar okkar gagnvart löggildingunni.“
Að sögn Vernharðs Guðnasonar formanns landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er um skelfilega þróun að ræða. „Mér er bara gráti næst. Það sem er alvarlegt í málinu eru þær aðferðir og þau viðhorf sem birtast í því hvernig þeir framkvæma uppsagnirnar og velja þá einstaklinga sem á að segja upp. Að mínu mati eru líkur til þess að notuð séu óvönduð meðul við þessar uppsagnir,“ segir Vernarð.
Á næstu dögum verður málið skoðað og segir Vernharð að allt verði gert til að koma í veg fyrir að löggiltum slökkviliðsmönnum sé sagt upp störfum á meðan starfsmenn sem ekki hafa þessi lögbundnu réttindi séu látnir vera.
„Það hefur verið höggvið stórt skarð í raðir slökkviliðsmanna. Í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli er mikill mannauður en það virðist ekkert vera horft í það. Með þessum uppsögnum er verið að kasta út mikilli þekkingu.“
Á bilinu 350 til 400 manns á Íslandi hafa slökkviliðsstörf að aðalstarfi og segir Vernharð að ekki sé auðhlaupið að komast í starf slökkviliðsmanna.
Aðspurður sagðist Vernharð ekki geta tjáð sig um til hvaða beinna aðgerða yrði gripið til. „Við ætlum að byrja á því að leita réttar okkar gagnvart löggildingunni.“