Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sautján skjálftar fylgt í kjölfarið
Föstudagur 19. júní 2009 kl. 19:12

Sautján skjálftar fylgt í kjölfarið

Sautján jarðskjálftar hafa fylgt í kjölfarið á þeim stærsta sem varð fyrstur kl. 18:13 nú síðdegis. Þeir hafa nær allir verið á bilinu 1-2 á Richter. Skjálftahrinan sem byrjað nú á sjöunda tímanum er á svipuðum slóðum og þegar síðasta hrina gekk yfir í kringum síðustu mánaðamót.

Áhrif stærsta skjálftans núna voru ekki eins sterk í Grindavík og síðast þegar jörð skalf. Núna varð fólk ekki vert við glamur í leirtaui en þeir sem voru utandyra fundu þó sterka svimatilfinningu, eins og greint heftur verið frá.

Morgunblaðið á Netinu segir skjálftan núna hafa norðlæga stefnu og að hann hafi fundist vel á höfuðborgarsvæðinu. Þá fannst sjálftinn í Reykjanesbæ. Blaðamaður Víkurfrétta greindi skjálftann vel á 3. hæð skrifstofu Víkurfrétta við Grundarveg í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024